Hver er þá náungi minn? Málþing um flóttafólk 22. október

by Oct 19, 2015Blogg, Sunnudagurinn

Málefni flóttafólks og hælisleitenda hafa verið okkur í Laugarneskirkju hugstæð síðasta misserið eða svo. Þess vegna viljum við vekja athygli á málþingi um flóttafólk og hælisleitendur í Norræna húsinu, fimmtudaginn 22. október kl. 13-16. Málþingið er haldið af þjóðmálanefnd kirkjunnar og er öllum opið.

EKKI HVORT HELDUR HVERNIG

Ísland er ekki ósnortið af vaxandi fjölda flóttafólks í heiminum og einum stærstu þjóðflutningum á síðari tímum. Markmið málþings þjóðmálanefndar er að kalla saman fólk með reynslu og þekkingu á ólíkum hliðum þess að taka á móti flóttafólki á Íslandi, með það fyrir augum að finna leið til að standa sem best að því verki að taka á móti flóttamönnum og hælisleitendum.

Segja má að fókus umræðunnar um flóttafólk á Íslandi hafi færst frá spurningunni hvort við eigum að taka á móti manneskjum á flótta, til spurningarinnar um hvernig við gerum það með sem bestum hætti, svo sómi sé að.

Þess vegna kallar þjóðmálanefnd til samtals í aðdraganda kirkjuþings og mun í kjölfar þess leggja fyrir þingið tillögu að stefnu þjóðkirkjunnar í málefnum flóttafólks, sem tekin verður til umfjöllunar heima í héraði og í sóknum landsins.

FJÖLBREYTT SÝN OG ÓLÍK REYNSLA

Málþingið í Norræna húsinu kallar saman fólk úr ólíkum geirum samfélagsins og með ólíka reynslu, sem öll nýtist í þágu samtalsins um hvernig við tökum á móti flóttafólki og hælisleitendum. Dagskrá málþingsins er eftirfarandi:

HVER ER ÞÁ NÁUNGI MINN?

Koma og aðlögun flóttafólks og hælisleitenda á Íslandi

Málþing í Norræna húsinu 22. október kl. 13-16

Setning: sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup í Hólastifti

Reynsla mín af því að heimsækja flóttamannabúðir: Unnur Brá Konráðsdóttir, alþingismaður

Hvað skiptir mestu máli þegar hingað er komið?: Hrafnhildur Kvaran, Reykjavíkurdeild Rauða krossins

Reynsla mín af því að koma til Íslands sem flóttamaður: Atefeh Mohammadi

Áskoranir í móttöku flóttafólks: Brynjar Níelsson, alþingismaður

Hvað geta söfnuðirnir á Íslandi gert? Kristín Ólafsdóttir, Hjálparstarfi kirkjunnar

Hlé

Hvernig taka Íslendingar á móti útlendingum? Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur

Reynsla mín af því að vinna með umsækjendum um alþjóðlega vernd: Helga Vala Helgadóttir, lögmaður

Reynsla alþjóðlegra kirkjusamtaka af því að styðja flóttafólk: Sr. Þorbjörn Hlynur Árnason prófastur

Sýn mín á málaflokkinn: Eygló Harðardóttir, ráðherra velferðarmála

Málþinginu slítur Magnús E. Kristjánsson, forseti Kirkjuþings og fundarstjóri er sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir.

ÞJÓÐMÁLANEFND KIRKJUNNAR

Í þjóðmálanefnd, sem skipuð var af kirkjuþingi 2014 til fjögurra ára, eru, sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir, formaður, sr. Guðný Hallgrímsdóttir, Ásbjörn Jónsson, sr. Gunnlaugar Stefánsson og Óskar Magnússon.