Meðmælaganga 22. október kl. 19.30

by Oct 19, 2015Blogg, Forsíðufrétt, Sunnudagurinn

Breytendur á adrenalíni, sem er mannréttindahreyfing ungs fólks, efnir til meðmælagöngu fyrir Telati fjölskylduna og aðra hælisleitendur n.k. fimmtudag. Breytendur á adrenalíni eru hluti af æskulýðsstarfi Laugarneskirkju, sem vill einbeita sér að því að gera heiminn að betri stað og byrja í garðinum heima hjá sér.

Í tilkynningu um meðmælagönguna segir unga fólkið:

“Við viljum ekki láta senda skólafélaga okkar í burtu, við viljum ekki sjá fleiri óþarfa brottvísanir, við viljum ekki sjá Dyflinnarregluna (eða dyflissu-regluna eins og við köllum hana).Við viljum segja: Verið velkomin!”

Gangan hefst kl. 19.30 fyrir utan Frú Laugu við Laugalæk og síðan er gengið saman smá rölt um Laugarneshverfið. Í framhaldinu er endað inni í Laugarneskirkju þar sem Breytendur á adrenalíni flytja saman ræðu, Laura Telati, breytönd a adrenalini og hælisleitandi, segir nokkur orð og Besta Hljómsveit Heims II – Neon tekur spilar og syngur tónlist ur ýmsum áttum.

Eftir samveruna er boðið upp á kaffi, djús og samfélag í safnaðarheimilinu.

ALLIR VELKOMNIR!