Messa, skírn og fagur söngur 25. október

by Oct 24, 2015Blogg, Sunnudagurinn

Það verður líf og yndi í Laugarneskirkju á sunnudaginn! Lítil tvíburasystkin verða borin til skírnar, og sunnudagaskólabörnin fylgjast með og aðstoða.

Við höldum áfram að velta fyrir okkur málefnum flóttafólks og hælisleitenda og sr. Toshiki Toma prestur innflytjenda prédikar út frá textum Biblíunnar.

Dagur tónlistarskólanna er sunnudaginn 25. október og við fáum unga söngkonu, Föru Hilmarsdóttur, til að syngja Agnus Dei. Annar tónlistarflutningur er í höndum Kammerkórs Áskirkju undir stjórn Magnús Ragnarssonar.

Sr. Kristín Þórunn þjónar ásamt messuþjónum. Allir innilega velkomin og það er kaffi og djús eftir samveru.

Kl. 13 er guðsþjónusta í Betri stofunni, Hátúni 12, í umsjón sr. Kristínar, Hrafnhildar djákna, Kidda meðhjálpara og Arngerðar Maríu. Þar verður líka skemmtileg tónlistaratriði í höndum Fridu og Söru 🙂