Messuþjónamót 31. október

by Oct 14, 2015Blogg, Sunnudagurinn

Laugardaginn 31. október verður boðið til samtals í Laugarneskirkju um hlutverk messuþjóna í helgihaldinu. Við skoðum messuformið, kirkjutónlistina, almennu kirkjubænina – og rúsinan í pylsuendanum er fróðleikur um Halloween sem er einmitt þennan dag og á sér sannarlega trúarlegar rætur.

Námskeiðið hefst kl. 15.30 og er hugsað fyrir messuþjóna í Laugarneskirkju, bæði núverandi og fyrrverandi og líka þau sem hafa áhuga á að prófa að vera messuþjónn í kirkjunni!

Samtalið leiðir sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir sóknarprestur og Arngerður María Árnadóttir tónlistarstjóri.

Stundinni lýkur kl. 17 þegar Aftansöngur (Evensong) hefst í kirkjunni en það er dásamleg leið til að ganga inn í helgina í kyrrð og frið.

Ef þú hefur áhuga á að vera með, hafðu sambandi við sr. Kristínu Þórunni.