Skírn og sunnudagaskóli 18. október

by Oct 17, 2015Blogg, Sunnudagurinn

Það verður gleði og gaman á sunnudaginn þegar lítill drengur er borinn til skírnar í guðsþjónustunni, umvafinn ástvinum og góðum óskum. Í guðsþjónustunni syngur kvennakórinn Heklurnar og Steinar Logi leikur undir á orgel. Sunnudagaskólinn er á sínum stað og þar er nú ekki leiðinlegt. Sr. Kristín Þórunn þjónar og prédikar um flóttamannaritið Biblíuna.

Kaffi og djús eftir stundina. Innilega velkomin öll!