Söngleikur um Frans frá Assisí, andlitsmálning og kökubasar 4. október

by Oct 2, 2015Sunnudagurinn

Það verður mikið um dýrðir á sunnudaginn kemur þegar söngleikur barna- og æskulýðsstarfs Laugarneskirkju um Frans frá Assisí verður fluttur sem hluti af sunnudagsguðsþjónustu safnaðarins.

Við byrjum kl. 11 í kirkjunni og hlýðum á ljúfa tóna frá Lögreglukórnum við undirleik Aðalheiðar Þorsteinsdóttur. Að því loknu verður haldið í safnaðarheimilið þar sem ýmsir hópar úr æskulýðsstarfi kirkjunnar munu koma fram; syngja, leika og segja sögur. Ein af merkilegri persónum kristinnar kirkjusögu, Frans frá Assisí, verður í brennipunkti en Frans var þekktur fyrir að vera mikill unnandi náttúrunnar og dýra.

Að stundinni lokinni verður boðið upp á andlitsmálningu fyrir börnin, kvenfélag Laugarneskirkju verður með kökubasar og kirkjan býður upp á kaffi og djús!

Það verður mikil gleði og gott samfélag – og þú ert velkomin 🙂