Aðventukvöld 1. sunnudag í aðventu

by Nov 20, 2015Blogg, Sunnudagurinn

Okkar yndislega og árvissa aðventukvöld verður sunndudaginn 29. nóvember kl. 20. Dagskráin er hátíðleg og fjölbreytt að venju og leika fermingarbörnin stórt hlutverk.

Ræðumaður kvöldsins er Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir en hún er m.a. höfundur Samskiptaboðorðanna sem eru mörgum að góðu kunn. Kór Laugarneskirkju syngur undir stjórn Arngerðar Maríu Árnadóttur. Elma Atladóttir syngur einsöng og Skólahljómsveit Austurbæjar leikur undir stjórn Vilborgar Jónsdóttur.

Á eftir býður sóknarnefndin upp á heitt súkkulaði og smákökur í safnaðarheimilinu.

Þetta er góð leið til að hefja aðventuna og undirbúa huga og hjarta fyrir komu jólanna. Innilega velkomin á aðventukvöld í Laugarenskirkju.