Aftansöngur FELLUR NIÐUR

by Nov 20, 2015Blogg, Sunnudagurinn

ÞESSI VIÐBURÐUR FELLUR NIÐUR VEGNA VEIKINDA. VINSAMLEGAST LÁTIÐ BERAST.

*****

Laugardaginn 28. nóvember kl. 17 verður aftansöngur (evensong) í Laugarneskirkju. Tónlistin er í höndum kórs Laugarneskirkju og Arngerðar Maríu Árnadóttur organista. Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir leiðir stundina.

Evensong er aldagamalt form með ríkulegri tónlist, upprunninn í Englandi. Þar skiptast á lestrar og söngvar eftir ákveðinni fyrirmynd, og gegna Biblíuljóð stóru hlutverki.

Þetta er hátíðleg og innileg leið til að ganga inn í helgi aðventunnar, sem hefst daginn eftir. Þú ert innilega velkomin/n.