Gömul spariföt og útiföt óskast!

by Nov 11, 2015Blogg, Sunnudagurinn

Fullt af fólki í hverfinu okkar og um alla borg, er í þörf fyrir ný föt og hlý föt. Fullt af fólki á mikið af fötum sem eru kannski orðin of lítil eða hafa verið lengi ónotuð í skápnum.

SAFNAÐARHEIMILI LAUGARNESKIRKJU verður opið fyrir gjafafatnað sunnudaginn 15. nóvember til sunnudagsins 29. nóvember. SÉRSTAKLEGA VANTAR SPARIFÖT OG ÚTIFATNAÐ. Karlar eru hvattir til að kíkja í sína skápa því það vantar karlmannaföt því að stór hluti af hælisleitendum sem koma hingað til lands, alls lausir og illa klæddir, eru karlmenn. Því sem safnast verður komið til Hjálparstarfs kirkjunnar, en þangað geta allir komið sem vantar föt.

Er ekki tilvalið að skoða í fataskápinn og geymsluna, taka til yfirhafnir og spariföt og annað, sem heimilisfólk er hætt að nota, og koma með í Laugarneskirkju 15.-29. nóvember? Þá græða allir og flíkurnar komast í góðar þarfir.