Komið til mín – messa 15. nóvember kl. 11

by Nov 14, 2015Blogg, Sunnudagurinn

Sunnudaginn 15. nóvember kl. 11 er þemaguðsþjónusta út frá orðum Jesú í guðspjallinu Komið til mín, öll þér sem erfiðið og þunga eruð hlaðin. Sérstök áhersla er áfram lögð á líðan og aðstæður karla og stráka, og mikilvægi góðra tengsla. Raddbandafélagið flytur tónlist og leiðir söng og Viðar Stefánsson guðfræðingur prédikar.

Sr. Kristín Þórunn þjónar ásamt messuþjónum, sem flytja bænir.

Sunnudagaskólinn er á sínum stað, og eftir messu verður kaffi og vöfflusala í safnaðarheimilinu. Það eru Breytendur á Adrenalíni, æskulýðsstarf kirkjunnar 9. bekkur og eldri, sem bakar og selur en allur ágóði mun renna í ferðasjóð hópsins.