Kveikjum á ljósi fyrir þau sem syrgja vegna hryðjuverka

by Nov 14, 2015Blogg, Forsíðufrétt

Hryðjuverkin í París hafa djúpstæð áhrif á okkur öll og skapa þörf til að tjá samstöðu með þeim sem þjást. Laugarneskirkja verður opin í dag milli 12 og 13 fyrir þau sem vilja kveikja á ljósi vegna allra sem þjást vegna hryðjuverkanna í París. Stutt bænastund verður kl. 12.30. Innilega velkomin.