Messa og sunnudagaskóli 22. nóvember

Birgittukross

Við hittumst kl. 11 næsta sunnudag í messu og sunnudagaskóla. Sr. Kristín Þórunn prédikar og þjónar ásamt messuþjónum. Kjartan Sigurjónsson leikur á orgel og leiðir söng ásamt kirkjukór Laugarneskirkju. Eftir samveru verður kaffi og djús í safnaðarheimilinu.

Sunnudagaskólinn er á sínum stað með miklum söng og gleði!

Kl. 13 er guðsþjónusta í Betri stofunni Hátúni 12. Þar þjóna Hrafnhildur djákni og Kristinn meðhjálpari ásamt Magnúsi Ragnarssyni sem leikur undir söng.