Orgelmessa með góðum gestum og sunnudagaskóli 8. nóvember

by Nov 6, 2015Blogg, Sunnudagurinn

Við söfnumst saman kl. 11 á sunnudaginn til að eiga samfélag í kringum Guðs orð og til að njóta gjafa hvers annars. Þennan sunnudag verður mikið um dýrðir og margar gjafir sem eru bornar á borð.

Við leggjum fram gjafir safnaðarins sem fermingarbörnin söfnuðu í vikunni, þegar þau gengu í hús til að safna fyrir vatni í Afríku. Þau stóðu sig með sóma og afraksturinn verður sendur Hjálparstarfi kirkjunnar sem hefur umsjón með verkefninu.

Tónlist verður í hávegum höfð en hér á landi eru núna staddir kátir krakkar í norska orgelklúbbnum Lúðvík. Þau taka þátt í messunni og leika á flotta orgelið okkar. Kór Laugarneskirkju og Arngerður María leiða sönginn.

Sr. Kristín Þórunn sóknarprestur þjónar ásamt djáknanum okkar henni Hrafnhildi og messuþjónahópnum, sem flytur bænir safnaðarins.

Sunnudagaskólinn er á sínum stað og þar eru allir í stuði – alltaf!

Kaffi og djús eftir samveru, innilega velkomin öll sem eitt.