Viltu verða leiðbeinandi á skemmtilegu námskeiði?

by Nov 12, 2015Blogg, Sunnudagurinn

Laugarneskirkja vill bjóða konum á undirbúningsnámskeið sem þjálfar þær í að leiða námskeiðið Konur eru konum bestar. Undirbúningsnámskeiðið verður haldið í Fella- og Hólakirkju, Hólabergi 88 í Reykjavík 17. nóvember kl. 10-15.

Konur eru konum bestar er skemmtilegt smáhópastarf sem eflir konur í lífi sínu og það hefur verið haldið um margra ára skeið í söfnuðum þjóðkirkjunnar.

Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir sér um kennsluna á undirbúningsnámskeiðinu. Það verður
boðið upp á súpu í hádeginu og „kaffi á könnunni“ allan daginn og eitthvað með því.

Nánari upplýsingar gefur sr. Kristín Þórunn sóknarprestur.