Á jóladag kl. 14 verða textar Biblíunnar og jólasálmar úr ýmsum áttum í öndvegi. Formið byggir á enskri fyrirmynd og í því er hjálpræðissagan sögð með textum Gamla- og Nýja testamentisins og með jólasálmum sem sungnir eru á milli.
Þetta er afskaplega hátíðleg en líka aðgengileg stund – þér er velkomið að sitja, slaka á og taka á móti lestrunum og tónlistinni, eða taka vel undir í söngnum.
Sr. Kristín Þórunn og Hrafnhildur djákni þjóna ásamt messuþjónum, Arngerður María leikur á orgel og stjórnar kór Laugarneskirkju.
Innilega velkomin kl. 14 á jóladag í Laugarneskirkju!
Hér eru viðburðir jólanna í Laugarneskirkju á facebook.