Aðventubíó 6. desember kl. 15

by Dec 5, 2015Blogg, Forsíðufrétt, Sunnudagurinn

Annan sunnudag í aðventu verður aðventubíó hér í Laugarneskirkju kl. 15. Aðventubíóið fer þannig fram að það eru allir, á öllum aldri, velkomnir til að koma í kirkjuna og horfa saman á gæðamynd.

Boðið er upp á popp og djús og kaffi fyrir þau sem vilja.

Aðventubíóið er sérstaklega sniðugt fyrir eldri systkini til að kíkja með yngri systkini sín í kirkjuna að horfa á vidjó og gefa foreldrum og heimilinu á sunnudagseftirmiðdegi frí sem er hugsanlega vel þegið, hvort heldur sem er til að nýta tímann í jólaundirbúning eða til að eiga rólega gæðastund fyrir sig.

En foreldrar eru auðvitað líka velkomnir í vidjó og það er nóg pláss fyrir alla!