Aftansöngur á aðfangadag kl. 18

by Dec 16, 2015Blogg, Forsíðufrétt, Sunnudagurinn

Jólin byrja kl. 18 þegar kirkjuklukkurnar hringja inn hátíðina. Þegar söngurinn byrjar að hljóma veit maður að nú er eitthvað alveg sérstakt að fara að gerast. Gamla íslenska hefðin um aftansöng lifir góðu lífi á jólunum og það er alltaf full kirkja þegar hátíðarsöngvarnir og jólasálmarnir hljóma.

Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir prédikar og þjónar ásamt messuþjónum, Arngerður María leikur á orgel og stjórnar kór Laugarneskirkju sem leiðir söfnuðinn í söng. Einsöng flytur Gerður Bolladóttir og Þórður Hallgrímsson leikur á trompet.

Innilega velkomin og gleðileg jól!

Hér eru viðburðir jólanna í Laugarneskirkju á facebook.