Árviss, skemmtilegur og gefandi viðburður í Laugarneshverfinu er JÓLABALL Laugarneskirkju sem er alltaf haldið þriðja sunnudag í aðventu. Ballið byrjar kl. 11 uppi í kirkju þar sem er stutt og nærandi stund með jólasögum og söng, áður en haldið er niður í safnaðarheimili þar sem dansinn dunar í kringum jólatréð við söng og gleði.

Óhætt er að lofa skemmtilegri heimsókn tveggja gaura sem koma af fjöllum, klæðast rauðum fötum og bera með sér góðgæti í poka. Það verður nóg handa öllum og mjög gaman!

Innilega velkomin á jólaball Laugarneskirkju á sunnudaginn.