Velkomin í messu og sunnudagaskóla kl. 11 á öðrum sunnudegi í aðventu. Lögreglukórinn syngur, sr. Kristín Þórunn prédikar og þjónar ásamt messuþjónum. Sr. Toshiki Toma prestur innflytjenda skírir í athöfninni ungan mann, hælisleitanda frá Albaníu, sem hefur verið í skírnarfræðslu síðustu vikur og tekið þátt í starfi Laugarneskirkju með hælisleitendum, sem kalla sig Seekers.
Sunnudagaskólinn og mikil gleði á neðri hæðinni. En þetta er ekki allt og sumt þennan daginn!
Kl. 13 er svo guðsþjónusta í Hátúni 12, í Betri stofunni á annarri hæð.
Kl. 15 er aðventubíó í safnaðarheimilinu.
Kl. 17 er í kirkjunni Batamessa í umsjón 12 spora hóps Laugarneskirkju.
Innilega velkomin að njóta aðventunnar með okkur þennan dag 🙂