Styrktartónleikar 13. desember kl. 17

by Dec 7, 2015Blogg, Forsíðufrétt

Sunnudaginn 13. desember kl. 17 verða styrktartónleikar í Laugarneskirkju. Það er kvenfélag kirkjunnar sem hefur veg og vanda af skipulagningunni, allir sem koma fram gefa vinnu sína og ágóðinn rennur allur til að styrkja þau sem standa höllum fæti í hverfinu okkar.

Meðal þeirra sem koma fram á sunnudaginn eru:

  • Kór Laugarneskirkju
  • Reykjavík fimm
  • Besta hljómsveit heims – Neon
  • Bartónar
  • Gerður Bolladóttir og Kantele hópurinn
  • Léttsveit Reykjavíkur

Hittumst og eigum góða stund í þágu góðs málefnis!