Allt í gang – messa og sunnudagaskóli 10. janúar

by Jan 7, 2016Blogg, Forsíðufrétt, Sunnudagurinn

Eftir dýrðlega jólahátíð og gott nýársupphaf hér í kirkjunni komum við saman og byrjum starf vormisserisins með stæl.

Sunnudaginn 10. janúar verður messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Kristín Þórunn og messuþjónar halda utan um stundina, ásamt kór Laugarneskirkju og Kjartani Sigurjónssyni organista sem leiða safnaðarsöng.

Á sama tíma verður öflugt og skemmtilegt barnastarf í umsjón Hjalta Jóns Sverrissonar í safnaðarheimilinu. Eftir samveru verður boðið upp á kaffi og djús.

Verið öll innilega velkomin.