Bænaborg í fjölskylduguðsþjónustu 17. janúar

by Jan 13, 2016Blogg, Forsíðufrétt, Sunnudagurinn

Á sunnudaginn verður skemmtileg og uppbyggileg stund í kirkjunni kl. 11. Við höfum fjölskylduguðsþjónustu og af því að það er Bænadagur að vetri þá ætlum við að hafa bænina sem þema stundarinnar.

Sr. Kristín Þórunn og Hjalti Jón þjóna og leika á als oddi, allt barnastarfið tekur þátt og það verður mikið sungið og leikið.

Myndin er af bænaborginni sem var búin til í fyrra, litla stúlkan er að setja sína bæn ofan í bænakassann.