Messuþjónanámskeið 4. febrúar

Kross og hringur

Annar hluti messuþjónanámskeiðs Laugarneskirkju verður fimmtudaginn 4. febrúar kl. 16.30-18.00. Við höldum áfram að skoða messuformið, kirkjutónlistina og almennu atriði við messuhaldið. Einnig tökum við tíma til að skoða húsið og taka á praktískum málum sem messuþjónar standa frammi fyrir.

Þetta stutta námskeið er hugsað fyrir messuþjóna í Laugarneskirkju, bæði núverandi og fyrrverandi og líka þau sem hafa áhuga á að prófa að vera messuþjónn í kirkjunni!

Samtalið leiðir sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir sóknarprestur, Arngerður María Árnadóttir tónlistarstjóri og Vigdís Marteinsdóttir kirkjuvörður.