Eins og alþjóð veit hefst þorrinn á bóndadegi sem í ár er 22. janúar. Við höfum þetta í huga í Laugarneskirkju, því á sunnudaginn verður enginn bóndi svikinn af því að koma til kirkju og njóta samveru og fagurra tóna sem Flugfreyjukórinn töfrar fram.

Áherslan þennan dag verður á samfélaginu okkar og hvernig við viljum hafa það. Ræðumaður dagsins er Gunnar Smári Egilsson sem talar um samfélagið á millum okkar, hvers vegna það hefur hrörnað undir áherslum einstaklingshyggju, hvað réttlætir formlegt samfélag og hver ábyrgð okkar er gagnvart okkar smæstu systkinum.

Sr. Kristín Þórunn þjónar ásamt messuþjónum og niðri eiga ungir bændur og freyjur gæðastund með Hjalta Jóni og Bellu.

Kaffi og djús í umsjón Reza og félaga.

Bóndadags- og samfélagsstund í kirkjunni okkar á sunnudaginn!