Samverur eldri borgara

by Jan 13, 2016Blogg, Forsíðufrétt, Sunnudagurinn

Samverur eldri borgara í Laugarneskirkju hefjast að nýju fimmtudaginn 21. janúar. Einkunnarorð starfsins eru Maður er manns gaman. Samverurnar eru annan hvern fimmtudag í safnaðarheimili kirkjunnar.

Starfið leiðir Hrafnhildur djákni ásamt þjónustuhópi kirkjunnar.
 Húsið opnar kl. 13 og þá er heitt á könnunni og hægt að spjalla og spila.

Formleg dagskrá hefst kl. 14 með stuttri helgistund og söng í umsjá sóknarprests og organista og lýkur um kl. 16 eftir að kaffibrauð hefur verið framreitt.

Dagskrá eldri borgarastarfs Laugarneskirkju vorið 2016:

21. janúar: Saga Laugarneskirkju í máli og myndum.
4. febrúar: Ljúfir tónar og létt grín. Helga Dögg Jónsdóttir kemur í heimsókn ásamt fleiri góðum gestum.
18. febrúar: Kynning á Langamýri í Skagafirði sem er gimsteinn í eigu þjóðarinnar. Þórey Dögg Jónsdóttir.
3. mars: Flugmaður og ljósmyndari segir frá í máli og myndum.
17. mars: Heimsókn úr æskulýðsstarfinu.
31. mars: Lífsskrá þjóðkirkjunnar.
14. apríl: Vorferð út fyrir borgina!
28. apríl: Bókaspjall. Bryndís Loftsdóttir kemur í heimssókn.
5. maí: Uppstigningardagur og hátíðarmessa með kaffi á eftir.

Allir eru innilega velkomnir!