Seekers fundir í Laugarneskirkju

by Jan 13, 2016Blogg, Forsíðufrétt, Sunnudagurinn

Í Laugarneskirkju hittist hópur hælisleitenda ásamt sr. Kristínu Þórunni og sr. Toshiki Toma vikulega og samtal, bæn og samfélag. Starfið er hugsað sem þjónusta við þennan hóp þar sem einstaklingar eru í afar erfiðri stöðu á meðan þeir bíða afgreiðslu sinna mála í kerfinu.

Hópurinn kallar sig Seekers og hann hittist í kirkjunni á miðvikudögum kl. 15. Við notumst við ensku og þau tungumál önnur sem við kunnum og eru hjálpleg til að eiga samskipti.