Viltu vera messuþjónn?

by Jan 13, 2016Blogg, Forsíðufrétt, Sunnudagurinn

Í Laugarneskirkju er messað hvern sunnudag kl. 11. Aðalsmerki helgihalds safnaðarins er fjölbreytt þátttaka og breið upplifun sem byggist á aðkomu margra – enda er kirkjan líkami með marga limi sem hafa ólík hlutverk og ólíka hæfileika.

Þau sem vilja alvöru reynslu af þátttöku í helgihaldi og praktísku utanumhaldi eru líka velkomin í hóp MESSUÞJÓNA. Þeirra hlutverk gengur út á að ca. einu sinni í mánuði eða fimmta hvern sunnudag, eru þeir hluti af harðsnúnu gengi sjálfboðaliða sem mæta á sunnudagsmorgni og tekur þátt í undirbúningi og utanumhaldi á guðsþjónustu safnaðarins.

Í því felst t.d. að lesa bænir, moka snjó af tröppum, heilsa kirkjugestum, hringja klukkum og vera opinn faðmur og hlýlegt bros.

Við getum með gleði bætt við okkur nokkrum messuþjónum á vormisserinu – ef þú hefur áhuga máttu gjarnan senda línu á kristin@laugarneskirkja.is.

Ath. NÁMSKEIÐ fyrir messuþjóna og áhugasama verður haldið fimmtudaginn 4. febrúar kl. 17-18.30.