Guðsþjónusta og sunnudagaskóli 14. febrúar

by Feb 10, 2016Blogg, Forsíðufrétt, Sunnudagurinn

Við hittumst í guðsþjónustu kl. 11 í kirkjunni á sunnudaginn sem endranær. Þennan dag er fyrsti sunnudagur í föstu en fastan gekk í garð með öskudegi.

Sr. Kristín Þórunn prédikar og þjónar ásamt messuþjónum. Arngerður María og Lilja Margrét Riedel leiða safnaðarsöng og flytja fallega tónlist.

Börnin fá svo sinn skemmtilega sunnudagaskóla eins og ætíð! Það eru Keli og Hrafnhildur sem standa vaktina þar.

Kaffi og djús eftir samveru. Innilega velkomin!