ATH. Námskeiðið frestast og verður haldið aftur í haust!

***

Námskeiðið Konur eru konum bestar verður haldið í Laugarneskirkju 9. og 16. mars næstkomandi frá kl. 19:15 til 22:15.

Námskeiðið er sjálfstyrkingarnámskeið fyrir konur á öllum aldri þar sem markmiðið er að byggja upp sjálfsmynd kvenna með því að gefa þeim vettvang til að kynnast sjálfri sér betur í góðu samfélagi við aðrar konur. Fjallað verður um mikilvægi þess að vita hverjar við erum sem einstaklingar og hvernig við getum staðið betur með okkur sjálfum.

Á námskeiðinu eru notaðar dæmisögur af konum úr Nýja Testamentinu sem varpa ljósi á daglegan veruleika kvenna. Margvísleg verkefni eru unninn bæði í hópum og einstaklingsverkefni.

Námskeiðið er fyrir allar konur frá 18 ára aldri sem vilja styrkja sjálfsmynd sína. Leiðbeinendur eru Hrafnhildur Eyþórsdóttir, djákni og Snjólaug Ólafsdóttir.

Verð er 3000 kr.
Síðasti dagur skráningar er föstudagurinn 4. mars.