Æskulýðsdagurinn í Laugarneskirkju

by Mar 3, 2016Blogg, Forsíðufrétt, Sunnudagurinn

Það er mikið um að vera á sunnudaginn næsta – sem er æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar!

Kl. 11 er fjölskylduguðsþjónusta þar sem hópar barna- og æskulýðsstarfsins koma fram með sín snilldarlegu atriði. Þetta verður frábær og skemmtileg stund þar sem allir fá að blómstra og njóta sín!

Kl. 15 verður stór viðburður með fermingarbörnum í Laugardal, þegar krakkar úr Laugarneskirkju, Áskirkju og Langholtskirkju hittast kl. 15 í Áskirkju og eiga saman klukkutíma af hópastarfi og skemmtilegum upplifunum.

Kl. 17 er síðan meðmælaganga fyrir trúfrelsi sem Breytendur á Adrenalíni ásamt Félagi Horizon standa fyrir.

Gengið verður frá Frú Laugu við Laugalæk kl.17 og haldið til Laugarneskirkju þar sem mun taka við dagskrá þar sem fulltrúar ýmissa trúar- og lífsskoðanafélaga munu láta í sér heyra og undirstrika mikilvægi þess- og gildi að í samfélaginu sé rými fyrir okkur öll. Á milli þess sem ræðufólkið kemur fram og gefur af sér mun unglingahljómsveitin Neon telja í lög úr ýmsum áttum.

Að dagskrá lokinni verður boðið upp á léttar veitingar í safnaðarheimili Laugarneskirkju.

Gleðilegan æskulýðsdag 🙂