Boðunardagur Maríu er 13. mars

by Mar 10, 2016Blogg, Forsíðufrétt, Sunnudagurinn

Á sunnudaginn kemur er messa og sunnudagaskóli kl. 11. Á þessum sunnudegi minnumst við sögunnar um Maríu sem fékk það hlutverk að verða móðir Jesú, þegar engillinn heimsótti hana í Nasaret. Sr. Kristín Þórunn prédikar og þjónar ásamt messuþjónum. Kór Laugarneskirkju leiðir safnaðarsöng undir stjórn Arngerðar Maríu tónlistarstjóra kirkjunnar og Júlía Mogensen leikur á selló.

Öflugt og glaðlegt barnastarf verður að venju og svo er kaffi og djús eftir samveru.

Innilega velkomin!