Á laugardag fyrir pálmasunnudag flytur Melódía, Kór Áskirkju, kórvesper (evensong) í Laugarneskirkju. Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir leiðir stundina. Stjórnendur tónlistar eru Magnús Ragnarsson og Arngerður María Árnadóttir.

Evensong er aldagamalt form með ríkulegri tónlist, upprunninn í Englandi. Þar skiptast á lestrar og söngvar eftir ákveðinni fyrirmynd, og gegna Biblíuljóð stóru hlutverki.

Þetta er indæl leið til að ganga inn í helgi dymbilvikunnar og þú ert velkomin/n.