Pálmasunnudagur kl. 11 – útvarpsguðsþjónusta

by Mar 17, 2016Blogg, Forsíðufrétt, Sunnudagurinn

Á pálmasunnudag í upphafi dymbilviku, verður útvarpað guðsþjónustu í Laugarneskirkju. Hér minnumst við tveggja viðburða í guðspjalli dagsins sem slá tóninn fyrir atburðarrás dymbilviku og páska í lífi Jesú og lærisveina hans.

Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir sóknarprestur prédikar og þjónar ásamt messuþjónum. Hjalti Jón Sverrisson flytur skilaboð frá æsku kirkjunnar. Ritningarlestra og bænir flytja Jón Trausti Jónsson, Inga Hrönn Jónsdóttir og Hákon Arnar Jónsson.

Kór Laugarneskirkju undir stjórn Arngerðar Maríu Árnadóttur leiðir safnaðarsöng og tónlist.

Barnastarfið er á sínum stað í umsjón Hjalta Jóns og Bellu.

(Myndin er af málverki eftir Donald D. Krause og sýnir Maríu smyrja höfuð Jesú með smyrslunum dýru sem guðspjallið greinir frá.)