Skírdagur – sálumessa eftir Fauré kl. 20

Guðsþjónusta á skírdagskvöld kl. 20 sem endar á afskrýðingu altarisins.

SÖNGSVEITIN FÍLHARMÓNÍA flytur Sálumessu (Requiem) eftir Gabríel Fauré undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar og Arngerðar Maríu Árnadóttur. Einsöngvarar eru Vígdís Sigurðardóttir og Gunnar Emil Ragnarsson.

Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir prédikar og þjónar ásamt messuþjónum.

(Myndin er eftir Fridu Martins listakonu og sýnir síðustu kvöldmáltíð Jesú með lærisveinum sínum.)