Sunnudagaskóli á páskum í Kaffi Flóru

by Mar 17, 2016Blogg, Forsíðufrétt, Sunnudagurinn

Árlegi páskasunnudagaskólinn í Laugardalnum verður haldinn í Kaffi Flóru að þessu sinni. Hann er haldinn í samstarfi Laugarneskirkju, Áskirkju og Langholtskirkju.

Við hittumst í upphafi hjá selalauginni í Húsdýragarðinum, kl. 11 og göngum svo í Kaffi Flóru þar sem söngur, leikur og gleði tekur við. Allir innilega velkomnir!