Bækur í brennidepli á síðastu eldriborgarasamveru vetrarins

by Apr 27, 2016Blogg, Forsíðufrétt, Sunnudagurinn

Á morgun, fimmtudag 28. apríl, verður síðasta samvera eldriborgarastarfsins í Laugarneskirkju í vetur. Það er Hrafnhildur Eyþórsdóttir djákni sem hefur haldið utan um fjölbreytta og fróðlega dagskrá annan hvern fimmtudag í vetur og hefur þar kennt margra grasa.

Á morgun hefjum við samveruna kl. 14 eins og venjulega með því að syngja nokkur lög og fá guðsorð beint í æð, áður en gestur dagsins tekur til máls. Það er Bryndís Loftsdóttir, formaður félags bókaútgefenda og bókaunnandi með meiru, sem kemur og spjallar við okkur um bókatíðindi vorsins.

Eftir að Bryndís hefur lokið máli sínu, verður boðið upp á kaffi og veitingar. Allir eru innilega velkomnir!