Fermingarguðsþjónusta á Sumardaginn fyrsta

by Apr 20, 2016Blogg, Forsíðufrétt, Sunnudagurinn

Á sumardaginn fyrsta, 21. apríl, fermast 15 ungmenni í Laugarneskirkju. Guðsþjónustan er öllum opin og hefst kl. 11.

Þetta er hátíðarstund, þar sem börn og fjölskyldur þeirra gleðjast að loknum vetrarlöngum undirbúningi, þar sem samtal um lífið og trúna hefur verið í forgrunni. Fermingarstarfið í Laugarneskirkju hefur að leiðarljósi að veita öllum pláss, fagna fjölbreytileikanum og færa Jesú nær miðju lífsins. Það höfum við unnið með í gegnum sögur, samtal, söng, bæn, leik og kyrrð, bæði í vikulegum samverustundum, ferðalagi í Vatnaskóg, verkefnum í þágu samfélagsins og samstarfi við önnur ungmenni í fermingarstarfi kirkjunnar.

Fjöldi sjálfboðaliða kemur að guðsþjónustunni eins og alltaf, í tónlist og þjónustu við helgihaldið og fermingarbörnin.

Gleðilegt sumar!