Það er aldeilis vor í lofti þessa dagana og einn af óbrigðulum merkjum sumarkomunnar er kökubasar kvenfélags Laugarneskirkju sem nú er haldinn næsta sunnudag.

En fyrst söfnumst við saman í gleðilegri fjölskyldumessu þar sem barnastarfshóparnir og leiðtogarnir okkar leiða guðsþjónustu og deila uppskeru vetrarins.

Sýnt verður brúðuleikhús, mikið sungið og fjallað um vináttuna við Jesú, sem stendur öllum til boða, alltaf.

Eftir samveru verður hægt að ganga niður í safnaðarheimili, skoða fjársjóðskistuna, myndasýningu frá barnastarfi vetrarins og dropasýningu sem hefur verið í undirbúningi um nokkurt skeið. Kaffi og djús – og auðvitað hægt að versla sér bakkelsi til að taka með og styrkja gott málefni í gegnum kvenfélagið.