Guðsþjónusta og barnastarf verður á sínum stað í Laugarneskirkju sunnudaginn 24. apríl. Nú er það kvennakórinn Kötlurnar sem leiða okkur í safnaðarsöng við undirleik Arngerðar Maríu organista. Sr. Kristín Þórunn prédikar og þjónar ásamt messuþjónum. Á sama tíma verður öflugt og skemmtilegt barnastarf í safnaðarheimilinu. Innilega velkomin í fyrstu messu sumarsins!