Messa og barnastarf kl. 11

by Apr 1, 2016Blogg, Forsíðufrétt, Sunnudagurinn

Á fyrsta sunnudegi eftir páska höldum við áfram að íhuga upprisuna í lífinu. Guðpjallið fjallar um þegar Jesús birtist lærisveinum sínum eftir upprisuna en Tómas var ekki með þeim. Þess vegna átti hann erfitt með að trúa.

Í kirkjunni verður messa og barnastarf á sínum stað kl. 11, sr. María Ágústsdóttir héraðsprestur prédikar og þjónar ásamt messuþjónum. Hjalti Jón og gengið leiða barnastarfið glaðbeitt.

Arngerður María tónlistarstjóri og stúlknakórinn Aurora undir stjórn Soffíu Hafliðadóttur og Hildigunnar Einarsdóttur leiða safnaðarsöng og flytja tónlist.

Verið öll innilega velkomin!