Aðalsafnaðarfundur og kosning kjörnefndar

by May 4, 2016Blogg, Forsíðufrétt, Sunnudagurinn

Aðalsafnaðarfundur Laugarnessóknar 2016 verður haldinn í safnaðarheimili Laugarneskirkju þriðjudaginn 17. maí kl. 17:30.

Allir sem búa innan sóknarinnar og eru meðlimir í þjóðkirkjunni eru velkomnir á fundinn, með málfrelsi, tillögu- og kosningarétt.

Fyrir utan hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt starfsreglum kirkjunnar, ber hæst kosning kjörnefndar en fyrir dyrum stendur að kjósa nýjan sóknarprest þegar sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir lætur af störfum. Það er gert samkvæmt nýjum starfsreglum um val og veitingu prestsembætta sem kirkjuþing hefur nýlega samþykkt.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

Dagskrá:
Gerð grein fyrir starfsemi sóknarinnar á liðnu starfsári
Gerð grein fyrir rekstri sóknarinnar á liðnu starfsári
Afgreiðsla reikninga sóknar fyrir árið 2015
Afgreiðsla fjárhagsáætlunar næsta starfsárs, 2017
Greint frá starfsemi héraðsnefndar og héraðsfundi
Lögð fram áætlun um framkvæmdir og framtíðarskuldbindingar
Kosning tveggja skoðunarmanna sóknar og varamanna þeirra
Kosning sóknarnefndar Laugarnessóknar
Kosning kjörnefndar Laugarnessóknar (sjá starfsreglur um val og veitingu prestsembætta nr. 144/2016)
Önnur mál