Á uppstigningardag, 5. maí, verður messa í Laugarneskirkju kl. 14. Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir þjónar ásamt djákna Laugarneskirkju, Hrafnhildi Eyþórsdóttur, og messuþjónum.
Sr. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, heiðrar okkur með nærveru sinni og prédikar í messunni.
Tónlistin er í höndum kvennakórsins Elfur og Arngerðar Maríu Árnadóttur organista.
Eftir messu verður boðið upp á kaffi og veitingar.
Verið innilega velkomin í messu á degi aldraðra í kirkjunni!