Á hvítasunnudag fermast 11 ungmenni úr Laugarnessókn í kirkjunni. Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir og Hjalti Jón Sverrisson þjóna ásamt messuþjónum.

Kór Laugarneskirkju leiðir safnaðarsöng undir stjórn Arngerðar Maríu Árnadóttur tónlistarstjóra.

Barnastarf í íþróttahúsi Laugarnesskóla á sama tíma – vinsamlegast athugið breytta staðsetningu. Tekið verður á móti þeim börnum sem koma í kirkjuna og þeim fylgt í íþróttahúsið. Líka verður tekið á móti þeim sem koma beint í íþróttahúsið.