Laugarnes-gospel í Hátúni 23. maí

by May 20, 2016Blogg, Forsíðufrétt, Sunnudagurinn

Gospelkvöld með Laugarnesþema verður haldið í sal Sjálfsbjargar í Reykjavík, Hátúni 12, mánudaginn 23. maí kl. 20.

Að sjálfsögðu verður okkar einstaki Þorvaldur Halldórsson mættur og leiðir söng og lofgjörð. Að auki verður boðið upp á tónlistaratriði frá Laugarneskirkju og Styrmir Gunnarsson rifjar upp gamla daga í Laugarnesinu og í Laugarnesskóla.

Kaffi og kleinur eru í boði og allir eru innilega velkomnir!