Messa og barnastarf 8. maí kl. 11

by May 4, 2016Blogg, Forsíðufrétt, Sunnudagurinn

Við njótum áfram birtu páskaboðskaparins á sunnudeginum milli uppstigningardags og hvítasunnu. Í messu kl. 11 prédikar sr. María Ágústsdóttir og þjónar, ásamt djáknanum okkar, Hrafnhildi Eyþórsdóttur og Þuríði Björg Wiium guðfræðinema í starfsþjálfun í Laugarneskirkju.

Arngerður María tónlistarstjóri leiðir safnaðarsöng ásamt félögum úr söngsveitinni Fílharmónía sem Magnús Ragnarsson stjórnar.

Öflugt og skemmtilegt barnastarf verður á sínum stað undir stjórn Hjalta Jóns og félaga.

Innilega velkomin!