Miðvikudaginn 11. maí verða stórskemmtilegir og sumarlegir tónleikar í Laugarneskirkju, þegar kór Laugarneskirkju og Kammerkór Áskirkju – Melodia halda tónleika í kirkjunni kl. 20.

Sjórnendur eru Arngerður María Árnadóttir og Magnús Ragnarsson.
Meðleikur er í höndum Magnúsar Ragnarssonar.
Einsöng flytja þær Elma Atladóttir og Gerður Bolladóttir.

Fjölbreytt efnisskrá og aðgangseyrir aðeins kr. 1000,-