Fermingarmessa á Sjómannadegi

by Jun 4, 2016Blogg, Sunnudagurinn

Síðasta fermingarmessa ársins er á sunnudaginn 5. júní, þegar 10 ungmenni fermast í Laugarneskirkju umvafin bænum og góðum óskum ástvina og ættingja, í fallegri athöfn kl. 11. Þetta eru þau Arnar, Arngrímur, Björk, Hlín, Katrín Anna, Kári, Lýdía Hrönn, Óskar, Sóley Hrönn og Stefán Þórarinn.

Þessi dagur er líka Sjómannadagurinn þegar Íslendingar minnast allra gjafa hafsins og þeirra sem stundað hafa sjóinn. Guðspjall dagsins er í Matteusarguðspjalli þar sem segir frá bátsferð Jesú og lærisveinanna, þegar þau lenda í óveðri og lífsháska:

Nú fór Jesús í bátinn og lærisveinar hans fylgdu honum. Þá gerði svo mikið veður á vatninu að bylgjurnar gengu yfir bátinn. En Jesús svaf. Þeir fara til, vekja hann og segja: „Drottinn, bjarga okkur, við förumst.“
Hann sagði við þá: „Hví eruð þið hræddir, þið trúlitlir?“ Síðan reis hann upp, hastaði á vindinn og vatnið og varð stillilogn.
Mennirnir undruðust og sögðu: „Hvílíkur maður er þetta? Jafnvel vindar og vatn hlýða honum.“

Verið innilega velkomin í fermingarmessu í Laugarneskirkju kl. 11.