Guðsþjónusta 26. júní kl. 11

by Jun 15, 2016Blogg

Jónsmessa, sumarsólstöður, forsetakosningar…..það er allt að gerast þessa helgi! Og við ætlum að hafa síðustu sumarguðsþjónustuna okkar þennan dag og þú ert velkomin/n!

Sr. Kristín Þórunn þjónar og prédikar og Steinar Logi leiðir safnaðarsöng og leikur undir á píanó.

Þessi stund markar líka lok myndlistarsýningar Fridu Adriönu Martins sem hefur staðið yfir í smugunni frá sumarbyrjun – og Frida, sem er virkur sjálfboðaliði í söfnuðinum okkar, segir nokkur orð af því tilefni.

Innilega velkomin kl. 11 í Laugarneskirkju sunnudaginn 26. júní.