Sumarstund við flygilinn 12. júní kl. 11

by Jun 10, 2016Blogg, Sunnudagurinn

Í júní höfum við notalegar guðsþjónustur í Laugarneskirkju þar sem við njótum sumars og nærveru í húsi Drottins. Verið innilega velkomin í helgistundina okkar næsta sunnudag kl. 11 þar sem sr. Kristín Þórunn og Arngerður María þjóna. Kaffisopi í upphafi stundar.

Guðspjallið er úr 15. kafla Lúkasarguðspjalls um týndu drökmuna sem kona leitar að:

Eða kona sem á tíu drökmur og týnir einni drökmu, kveikir hún þá ekki á lampa, sópar húsið og leitar vandlega uns hún finnur hana? Og er hún hefur fundið hana kallar hún saman vinkonur sínar og grannkonur og segir: Samgleðjist mér því að ég hef fundið drökmuna sem ég týndi. Þannig segi ég yður að englar Guðs munu gleðjast yfir einum syndara sem bætir ráð sitt.

Verið innilega velkomin.