Aðventubíó 4., 11. og 18 desember kl. 14:00

by Nov 29, 2016Blogg

Þar gefst börnum í hverfinu tækifæri til að koma saman og horfa á skemmtilegar bíómyndir. Boðið er upp á popp og kirkjudjús.
Aðventubíóið getur þá gefið foreldrum tækifæri á að takast á við verkefni aðventunnar – eða einfaldlega eiga litla náðarstund á sunnudegi í afslöppun. Þetta gæti því verið kjörið tækifæri fyrir fermingarbörnin að kíkja út úr húsi í safnaðarheimili kirkjunnar, jafnvel með yngri systkini sín og eiga góða stund yfir bíómynd. Foreldrar eru þó að sjálfsögðu einnig velkomnir með til þess að sitja og horfa á aðventubíó í góðum félagsskap.